Við hjá Terra Einingum getum hannað mjög margvíslegar útfærslur af smáhýsum sem eru samsett úr margs konar einingum. Mögulegt er að skoða útfærslurnar fyrirfram með bæði tví- og þrívíðum teikningum.
Hér er tillaga að 25fm smáhýsi sem er gert úr einni húseiningu:
Hér er tillaga að 50fm smáhýsi sem er gert úr tveimur húseiningum:
Vorið 2017 setti Sandgerðisbær upp félagsíbúðir í bænum. Um var að ræða tvær 25 fermetra stúdíóíbúðir fyrir einstaklinga og tvær tveggja herbergja íbúðir sem eru 50 fermetrar hvor. Íbúðirnar koma nánast fullbúnar frá Contimade í Tékklandi með salernis og baðaðstöðu ásamt plássi fyrir þvottavél. Tengingar fyrir eldhús fylgja. Sjá grunnteikningu.
Árið 2010 keyptu feðgarnir Héðinn og Helgi á Geiteyjarströnd gistieiningar frá Contimade. Um var að ræða sex hús sem mynduðu saman 8 gistiherbergi ásamt kaffistofu, eldhúsi og setustofu. Öll herbergin voru með baðaðstöðu. Samtals voru þetta 162 fermetrar. Feðgarnir gengu mjög vel frá þessum einingum, settu þær á háan sökkul til að ná útsýni og klæddu svo að utan með smekklegri viðarklæðingu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Árið 2010 voru sett upp tólf gistiherbergi í þremur 54 fermetra húsum hjá ferðaþjónustunni Hlíð í Mývatnssveit. Hvert hús var sett saman úr tveimur húseiningum frá Contimade.
Á Langavatni í Aðaldal er rekin ferðaþjónusta. Þar eru tvö gistiherbergi frá Contimade sem eru leigð til ferðamanna auk herbergja í íbúðarhúsi skammt frá. Herbergin koma fullbúin með salernis og baðaðstöðu. Á svæðinu er líka huggulegur veitingastaður.
Hluti af þessu glæsilega hóteli í Landssveit er samsett úr 14 húseiningum frá Contimade. Frágangur er allur til fyrirmyndar , hótelið er hlýlegur og notalegur áningarstaður í nágrenni við Heklu.
Árið 2010 setti Knútur Bruun upp 16 herbergja hótel að Hofi í Öræfum. Það var samsett úr 18 gisteiningum frá Contimade. Hótelið er núna í eigu Arctic Adventures.
Keran og Birna í Hótel Breiðavík byggðu upp gistirými úr Contimade húseiningum. Um er að ræða 20 gistieiningar ásamt fjórum salerniseiningum. Húsin hafa reynst vel og eru notalegur áfangastaður á leiðinni á Látrabjarg.
Eldhestar í Hveragerði keyptu vorið 2016 þrjár húseiningar frá Contimade sem eru 24 fermetrar hver. Þessar einingar eru notaðar sem íbúðir fyrir starfsfólk Eldhesta.
Andrea og Rúnar á Neðra Vatnshorni í Húnavatnssýslu eru með tvö gistiherbergi frá Contimade sem þau leigja til ferðamanna auk herbergja í íbúðarhúsi skammt frá. Herbergin koma fullbúin með salernis og baðaðstöðu.
Á Freysnesi í Öræfum er að finna notalega gistiaðstöðu sem er að hluta til byggð úr Contimade gistieiningum.
Um miðbik fyrsta áratugs þessarar aldar setti Hafnarbakki upp 10 þriggja herbergja íbúðir fyrir nemendur á Bifröst í Borgarfirði. Hver þeirra var um 50 fermetrar að stærð. Þær voru í notkun í 5-6 ár meðan staðið var að byggingu fjölbýlishúss á staðnum. Húseiningarnar voru svo teknar niður og þjóna nú margvíslegum tilgangi víða um land.
Vorið 2018 setti Terra Einingar upp sjö herbergja aðstöðu fyrir starfsfólk Gistiheimilis Íslands á Hellishólum. Húsið leysti úr brýnni þörf veitingastaðarins þar sem starfsfólk þurfti áður að keyra um langan veg til vinnu.
Ingólfur Jónsson setti upp aðstöðu fyrir starfsfólk á hestabúgarði sínum á Kvíárhóli árið 2017. Um er að ræða 36 fermetra íbúð sem er samsett úr tveimur 18 fermetra Contimade húseiningum.
Kt: 711292-3309
Netfang: einingar@terra.is
Opið virka daga frá 08:00 til 17:00