Nú er bygging nýs landsspítala komin af stað og Terra einingar eru að setja upp vinnubúðir samsettar úr einingum frá Schafy í Slóvakíu. Meðfylgjandi myndir eru frá væntanlegu mötuneyti fyrir vinnuflokka á svæðinu. Þessar einingar frá Schafy eru með 100 milllimetra einangrun og lofthæðin inni er 2,5 metrar.
Vegna breytinga á leikskólanum Bæjarbóli þurfti Garðabær á viðbótarhúsnæði að halda til bráðabirgða. Terra einingar leigði þeim tvær húseiningar frá Schafy í Slóvakíu sem reyndust með ágætum í þessu verkefni.
Ístak hefur sett upp veglegar ca. 240 fm vinnubúðir á tveim hæðum sem munu standa meðan framkvæmdir við Hús íslenskra fræða fara fram. Þar er að finna skrifstofur, fundarherbergi, veitingasal, aðstöðu til fataskipta og salernis- og sturtuaðstöðu. Búðirnar eru samsettar úr húseiningum frá Schafy í Slóvakíu.
Seinnipart árs 2017 voru settar upp tveggja hæða vinnubúðir á Austurbakka vegna vinnu við hótelbyggingu við hlið Hörpunnar. Um er að ræða 37 húseiningar frá Schafy í Slóvakíu, samtals 542 fermetrar.
Seinnipart árs 2018 voru settar upp tveggja hæða vinnubúðir á Nónhæð vegna vinnu við fjölbýlishús. Húseiningarnar eru frá Schafy í Slóvakíu.
Þessar vinnubúðir hafði PCC á leigu frá 2016 til 2018 og voru þær við nýttar sem skrifstofur verkfræðinga við byggingu Kísilversins á Bakka við Húsavík.
Þessar skrifstofur fyrir Eimskip á Reyðarfirði voru settar upp árið 2015 og eru enn í notkun þar. Þær eru samsettar úr húseiningum frá Schafy í Slóvakíu.
Árið 2015 setti Terra Einingar upp tvær húseiningar frá Contimade hjá B.M. Vallá í Garðabæ. Einingarnar eru notaðar sem viðgerðarsvæði.
Í gegnum árin hefur Strætó BS verið með í notkun þjónustuhús frá Terra Einingum. Það eru sérhönnuð hús frá Schafy í Slóvakíu sem Terra Einingar hefur innréttað með salerni og eldhúsinnréttingu. Þessi hús hafa verið nýtt á endastöðum strætisvagna sem aðstaða fyrir vagnstjóra.
Terra Einingar hafa séð hestamannafélaginu Fák fyrir ýmiss konar húsum sem hafa verið sett upp á Landsmótum í Víðidal. Um er að ræða bæði skrifstofur, aðstöður fyrir dómara og salerni. Einnig höfum við sett upp svipuð hús á öðrum landsmótum víðs vegar um landið.
Kt: 711292-3309
Netfang: einingar@terra.is
Opið virka daga frá 08:00 til 17:00