Vorið 2020 tók verktakafyrirtækið Ístak að sér metnaðarfullt verkefni í Nuuk. Um er að ræða sextán þúsund fermetra byggingu sem verður skóli ásamt íþrótta og menningarmiðstöð. Samið var við Terra Einingar um kaup á vinnubúðum, ca. 240 fermetra byggingu sem hýsir eldhús og matsal ásamt tilheyrandi aðstöðu fyrir vinnufatnað og salerni. Einingarnar sem voru notaðar eru frá Schafy í Slóvakíu með 100 mm einangrun og hæð inni er 2.5 metrar.