Í sumar hófst samstarf Landgræðslunnar og Terra um notkun moltu til uppgræðslu á örfoka landi í Krýsuvík. Samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Terra um notkun moltu er stutt af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Þetta er stórt og mikilvægt skref til þess að nýta úrgang betur og innleiða hringrásarhagkerfið.  Við hjá Terra erum stolt og ánægð með samstarfið við Landgræðsluna og Grindvíkinga og ekki síst fyrir þetta framtak umhverfisráðherra.

Moltan verður að vera ómenguð, laus við plast- og spilliefni. Til þess að geta notað moltu í svona verkefni er grunnforsenda að lífræni úrgangurinn standist kröfur um hreinleika og að vandað sé til verka. Lífrænn úrgangur sem er flokkaður sérstaklega er mjög heppilegur í moltugerð.

Sjá nánar:

https://www.frettabladid.is/kynningar/moltan-notu-i-landgrslu/