Við viljum vinsamlegast minna okkar viðskiptavini á að yfirfylla ekki sorptunnur né skilja eftir sorppoka við tunnurnar. Þetta skapar slysahættu fyrir ykkur og starfsfólkið okkar. Þetta er líka ekki hluti af samningi um söfnun endurvinnsluefna og annars úrgangs og í slíkum tilfellum verðum við, því miður, að leggja aukagjald á þjónustuna okkar – það er einfaldlega meiri og hættulegri vinna að tæma úrgang sem er ekki í ílátum.

Flestan lausan úrgang og allt rusl í svörtum pokum flokkum við sem almennt sorp og verður því dýrara fyrir þig. Flokkum betur, vöndum okkur, hittum beint í mark, það er allra hagur. Allt verður snyrtilegra og reikningarnir lægri.

Ef þú vilt fleiri ílát, breyta losunartíðni, tímabundið eða að staðaldri, þá vinsamlegast hafðu samband – sala@terra.is.

Við leysum þetta saman!

Skiljum ekkert eftir