Ætlar þú að vera með?
Þann 16. september er Dagur umhverfisins og þá hefst í annað sinn landsátak í söfnun birkifræs. Skógræktin og Landgræðslan hafa tekið höndum saman ásamt Terra og óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins. Í fyrra var safnað umtalsverðu magni af birkifræi sem var að hluta dreift haustið 2020 en síðast liðið vor var afganginum dreift á valin, beitarfriðuð svæði.
Vertu með og skelltu þér í birkimó! Hægt er að nálgast söfnunarkassa í öllum verslunum Bónus og hjá Terra.