Ný áströlsk rannsókn leiðir í ljós að einnota sóttvarnargrímur geti verið úrvals efni í vegagerð, það sé bæði gott, gagnlegt og ekki síst umhverfisvænt að blanda þeim saman við byggingaúrgang til þess að búa til efni fyrir vegagerð. Einnota grímur eru farnar valda mikill mengun og sóðaskap út um allan heim, en séu þær flokkaðar sérstaklega er vel hægt að finna not fyrir þær. Í þessari rannsókn voru notaðar alls þrjár milljónir gríma til þess að búa til kílómetra langan, tveggja akreina veg. Einnota grímurnar virtust gefa góða raun og styrkja veginn.

Ýmsar tilraunir eru í gangi út um allan heim með að nota ýmiskonar úrgang í vegagerð og hér á Íslandi hafa verið gerðar tilraunir með steypubrot og annan byggingaúrgang, en ekki einnota grímur svo vitað sé. Við hjá Terra gleðjumst yfir öllum svona rannsóknum og tilraunum sem miða að því að endurvinna úrgang. Hins vegar hvetjum við alla til að nota frekar margnota grímur og þvo þær síðan í lok dags. Skiljum ekkert eftir!