Söfnum gömlum rafhlöðum í kassa og skilum þeim síðan í endurvinnslu
Söfnum gömlum rafhlöðum í kassa og skilum þeim síðan í endurvinnslu

Í rafhlöðum eru hættuleg spilliefni sem eru hættuleg heilsu okkar og náttúrunni. Það er því afar brýnt að rafhlöður fari ekki beint í ruslið heldur í rétta úrvinnslu til viðurkenndra aðila sem hafa þekkingu til að farga eða eyða rafhlöðunum. Starfsfólk Terra Efnaeyðingar hefur sérþekkingu og áratuga reynslu á þessu sviði: flokkun spilliefna, eiginleikum þeirra og hvaða hætta fylgir hverjum efnaflokki. Öllum rafhlöðum sem er safnað til Terra er fargað á viðurkenndan og öruggan hátt.

 Hvað skal gera ?

Bara ekki henda þeim beint í ruslið! Aldrei. Þægilegast og best er að fara með gamla rafhlöður á næstu gámastöð eða í spilliefnamóttöku Terra. Terra Efnaeyðing hefur á boðstólum sérstaka margnota kassa til söfnunar á rafhlöðum á heimilum. Það er líka kjörið að henda smáraftækjum með rafhlöðum í kassann. Rafhlöðutunnur Terra má finna á bensínstöðvum N1 og Skeljungs, 10-11, Hagkaup, Elko, BYKO, Húsasmiðjunni, Bauhaus og ýmum raftækjaverslunum. Í þessar tunnur er tilvalið að losa heimiliskassann en það er einnig hægt að gera á endurvinnslustöðvum Sorpu og á söfnunarstöðum sveitarfélaga um land allt. Þegar raftækin eru komin í okkar hendur flokkum við í sundur tæki og rafhlöður og komum hvoru tveggja í viðeigandi meðhöndlun og endurvinnslu. Rafhlöðurnar fara til Frakklands þar sem þær eru flokkaðar eftir efni í kolarafhlöður, nikkel-kadmium, liþíum, nikkel-metal hydride og kvikasilfur. Síðan fer hver flokkur í tætingu og aðgreiningu einstakra efna rafhlöðunnar.

Að lokum er málmunum komið aftur í hringrásina.

Vinnum saman að vernda umhverfið.

 

Spillivagninn hjá Terra er oft á ferðinni. Hann tekur við rafhlöðum, raftækjum, rafhlöðum, rafgeymum, spreybrúsum, ljósaperum, hitamælum og spilliefnum af öllu tagi.

 

#skiljumekkerteftir

#zerowaste