Þrátt fyrir að flokkunarleiðbeiningar geti verið mismunandi á milli sveitarfélaga þá koma hér nokkur ráð sem ættu að geta nýst á heimilum:

  • Flokka allt sem við hendum frá okkur, annað hvort í tunnurnar fyrir utan eða á grenndarstöðvum.
  • Vera viss um að allir fjölskyldumeðlimir þekki og skilji hvað fer í hvaða ílát, bæði inni og úti.
  • Vera með sérstakt ílát undir spilliefni heimilisins, svo sem ljósaperur, rafhlöður og ónothæf raftæki.
  • Safna saman textíl, þe. ónothæfum flíkum og líni á einn stað til að fara með reglulega í fatagáma Rauða Krossins.
  • Forðast að nota einnota vörur og umbúðir.