Á síðasta vetrardag komu nokkrir starfsmenn saman og hreinsuðu til á svæðinu í kringum höfuðstöðvar Gámaþjónustunnar við Berghellu. Á aðeins klukkustund tókst þeim að safna saman 280 kg af sorpi.

„Starfsmenn okkar taka reglulega góðan hring inni á svæðinu okkar með tínur og gera svæðið snyrtilegt. Núna var áherslan á nærliggjandi svæði, svo sem hraunið sitt hvoru megin við Berghellu. Það er nefnilega svo mikill misskilningur að þetta sé kvöð og þurfi að vera leiðinlegt. Þvert á móti getur þetta verið skemmtileg stemning og fín tilbreyting frá daglegum störfum að standa aðeins upp og anda að sér fersku lofti og tína sorp í leiðinni. Við enduðum útiveruna á ísveislu og útkoman var skemmtileg samvera,“ segir Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.


Mynd og frétt af fjardarposturinn.is 6.5.2019 sjá nánar hér.