Aukin flokkun úrgangs hefur algjöran forgang í starfi sveitarfélaga á Suðurlandi næstu mánuði, enda er vönduð flokkun forsenda þess að hægt sé að lágmarka magn og kostnað vegna úrgangs sem senda þarf utan til brennslu.

Undirbúningur fyrir útflutning brennanlegs úrgangs frá Suðurlandi er kominn í  fullan gang, í framhaldi af því að SORPA hefur hafnað beiðni Sorpstöðvar Suðurlands um tímabundna móttöku úrgangs til urðunar í Álfsnesi. Þessi breytta staða gerir það að verkum að nú verður enn mikilvægara en fyrr að úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum á svæðinu verði flokkaður eins mikið og hægt er og komið í endurvinnslu.

Frétt og mynd af DFS.is 24.1.2019 sjá nánar hér.