Búið er að koma fyrir þremur opnum gámum á nokkrum stöðum hjá Ísafjarðarbæ. Gámarnir, sem eru  ætlaðir garðaúrgangi, eru staðsettir á eftirfarandi stöðum:

  • Á bílaplani N1 á Flateyri til að byrja með en verður síðan færður niður á hafnarsvæði. 
  • Á gámasvæði Funa og einnig er gámur fyrir utan girðingu sem hægt er að nota þegar afgreiðsla er lokuð. 
  • Á Þingeyri, við höfnina þar sem gámabíllinn stoppar venjulega.

Við hvetjum alla til að nýta sér þessa lausn þegar kemur að því að losa sig við garðaúrgang og minnum á að ekkert annað en garðaúrgangur má fara í þessa gáma.