Ósjálfrátt drögumst við að náttúrunni þegar við göngum í gegnum þjáningu og erfiðleika. Þess vegna eru garðar, út um allan heim, griðastaður, heilagt svæði til þess að komast í dýpri snertingu við náttúruna og sjálfan sig. Um leið og við göngum inn í garðinn okkar, hægist á tímanum, við slökum á og hverfum í burt frá ys og þys hversdagslífsins. Hringrás lífsins, lífið og dauðinn, heimspeki lífsins og gangur himintunglanna; allt opinberast þetta okkur í garðinum þegar við sjáum að allt vex aftur að nýju þegar birtir til. Það er alltaf kraftaverk og hugljómandi að sjá garðinn sinn vakna úr vetrardvala.

Rannsóknir sýna að garðvinna er góð fyrir sálina. Það er ekki einungis friðsemdin, útiveran sem er góð fyrir þig - það eru nefnilega gerlar og efni í moldinni sem hafa jákvæð áhrif á heilastarfsemina. Það kætir, bætir og hressir að vaða með berar hendur ofan í moldinni.

Við hjá Terra hvetjum þig til að bretta nú upp ermarnar, skella þér í stígvélin og fara út í garð að vinna. Garðatunna okkar hjá Tera er einföld og þægileg leið til að losna við allan garðúrgang. Þetta er 240 lítra tunna á hjólum sem auðvelt er að draga um garðinn. Við mætum síðan og losum tunnuna á tveggja vika fresti. Það má setja allan garðaúrgang í tunnuna; allur þessi úrgangur fer síðan í moltugerð og moltan svo notuð til að græða upp landið. Garðatunna einfaldar því alla vinnu fyrir græna fingur.

Garðatunnan er í boði á höfuðborgarsvæðinu og hana er hægt að panta hér

Skiljum ekkert eftir