6. ástandsskýrsla milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar (IPCC) er komin út og þar kemur skýrt í ljós að grípa þarf til róttækra aðgerða í loftlagsmálum. Þessi skýrsla er mjög viðamikil og grundvallarrit í loftslagsmálum, sem vísinda-, stjórnmála- og fjölmiðlafólk mun vísa til næstu árin. Í henni er með afgerandi hætti sýnt fram á að athafnir mannkyns eru meginorsök margvíslegra breytinga á loftslagi. Þar kemur fram að hlýnun Jarðar helst nánast fullkomlega í hendur við uppsafnaða losun CO2. Öfgar í veðurfari, svo sem hitabylgjur, þurrkar og ofsaregn með tilheyrandi hamförum hafa aukist og munu halda áfram að aukast ef ekki tekst að halda hlýnun Jarðar undir settu marki um 1,5 gráður umfram meðalhita fyrir iðnbyltingu. Hún nemur 1,25 gráðum nú þegar og mun að óbreyttu fara yfir 1,5 gráður snemma á fjórða áratug þessarar aldar og líklega yfir 2 gráðurnar áður en öldin er úti.

Öll ríki, sveitafélög, fyrirtæki, félög og einstaklingar - allir jarðarbúar - verða að hugsa sinn gang og breyta lífsháttum sínum. Terra hefur sem fyrirtæki reynt með öllum ráðum að draga úr loftlagsáhrifum sínum með minni akstri, vistvænni orkugjögum og umhverfisverkefnum. Terra hreinsar og endurnýtir alla matarolíu sem safnað er og notar lífdísel sem er framleiddur úr því á tæki og bíla. Umfangmesta loftlagsverkefnið okkar er eflaust jarðgerðin okkar, en með þvi að jarðgera í stað þess að urða er komið í veg fyrir mikil losun metans sem er ein hættulegasta gróðurhúslofftegundin. Moltan okkar er notuð í garðyrkju, skógrækt og landgræðslu sem hefur mikil og jákvæð loftlagsáhrif. En Terra ætlar sér meira og minnir á það að flokkun og endurvinnsla er eitt það mikilvægasta sem við getum gert í loftlagsmálum.