Frækinn hópur ungs fólks í Haukum gengur nú um Vallahverfið í Hafnarfirði og plokkar rusl. Terra styður þetta öfluga og góða starf sem er til allrar fyrirmyndar. Þessi hópur Hauka hefur farið einu sinni í mánuði í sumar og hreinsað til.  Fyrir þetta fallega viðvik styður Terra nágranna sína Hauka með ráðum og dáðum. Það er ljóst að plokk er að verða vinsælla meðal almennings, enda mjög auðveld og skemmtileg leið til þess að bæta og fegra umhverfið. Áfram Haukar!