Lífrænn úrgangur veldur langvarandi myndun gróðurhúsalofttegunda ef hann er urðaður og því er jarðgerð frábær leið til þess að bæta umhverfið. Þetta er því gott skref inn í grænt hringrásarhagkerfi, að nýta betur það sem við höfum í stað þess að kaupa innfluttan áburð. Heimajarðgerð nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og sífellt fleiri Íslendingar eru að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Þetta er tilvalin leið til þess að tileinka sér umhverfisvænni lífsstíl og fækka kolefnisfótsporum. Molta er einn besti jarðvegsbætir sem völ er á, gerir jarðveginn frjósamari og heilbrigðari og með jarðgerðinni nýtum við lífrænan úrgang til uppgræðslu og gróðursetningar. 

Terra hvetur alla til þess að setja lífrænan úrgang á réttan stað og jafnvel að hefja sína eigin heimajarðgerð. Terra bíður upp á úrvals jarðgerðartunnu sem er einangruð, sem bæði flýtir fyrir niðurbrotsferlinu og gerir henni kleift að standa úti við íslenskar aðstæður allt árið um kring. 

Rannsóknir sýna að jarðgerð og garðvinna er góð fyrir sálina. Það er ekki einungis sjálfbær lífstíll, friðsemdin, útiveran sem er gott fyrir þig - það eru nefnilega gerlar og efni í moldinni og moltunni sem hafa jákvæða virkni. Það kætir því, bætir og hressir að vaða með berar hendur ofan í moldina og garðverkin.