Á miðvikudaginn 23.október komu þeir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri og Lárus M.K Ólafsson viðskiptastjóri á framleiðslusviði hjá Samtökum Iðnaðarins í heimsókn í Berghellu. 

Terra er eitt af aðildarfyrirtækjum SI sem félagsmaður samtakanna í flokkun úrgangs, endurnýtingu og endurvinnslu.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Gunnar Bragason, forstjóri Terra, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jónína Guðný Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og viðskiptasviðs Terra, og Lárus M. K. Ólafsson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI.