Hafnarbakki-Flutningatækni, dótturfyrirtæki Gámaþjónustunnar hefur undanfarin ár flutt inn gáma og tæki til sorphirðu fyrir utan ýmsar aðrar vörur sem tengjast endurvinnslu og umhverfi. Það má segja að djúpgámarnir séu nýjasta viðbótin þegar kemur að lausnum fyrir flokkun heimilissorps.

Einn af fjölmörgum kostum djúpgámanna er sá að þeir ýta undir aukna flokkun sorps í heimahúsum en þeir eru þá nokkrir á sama stað þannig að íbúar geta sett flokkað rusl í réttan gám. Þetta verður til þess að fleiri tegundir endurvinnsluefna eru flokkaðar frá almennu sorpi.

Þar að auki er mikið pláss í þessum gámum án þess þó að það sjáist mikið í gáminn vegna þess að stærsti hluti gámsins, sem getur verið 1,2 til fimm rúmmetrar, er neðanjarðar og einungis efsti hluti hans er sýnilegur og þar er hólf þar sem fólk getur flokkað ruslið. Efsti hluti gámsins er álíka stór og hefðbundin ruslatunna og flokkunartunnur. 

Þetta verður til þess að gámurinn verður ekki eins fyrirferðarmikill í umhverfinu enda eru gámar misfallegir. Hægt er að koma fyrir mörgum flokkum í gámnum og þetta á að geta hvatt fólk til að flokka ruslið. Á meðal annarra kosta er minna viðhald, aukið rúmtak og þar með færri losanir, færri losanir þýðir síðan minni kostnaður, gámurinn er algerlega tæmdur sem þýðir minni óþrif, þeir eru sterkir og endingargóðir, eru þéttir og þola vel íslenskt veðurfar og svo eru þeir auðveldir í notkun. Fyrir utan að vera tilvaldir og góð lausn fyrir fjölbýlishús þykja djúpgámar vera tilvaldir á fjölfarna staði svo sem við torg, í almenningsgörðum, við ferðamannastaði og við hvíldarstaði meðfram þjóðvegum.

Fyrsta útfærslan á djúpgámunum var seld árið 2014 og síðan hefur salan aukist og hún mun halda áfram að aukast en það er sífellt oftar gert sé ráð fyrir djúpgámum í nýjum hverfum og lóðum hér á landi. Það er orðið meira um að verið sé að gera ráð fyrir djúpgámum sem aðallausnum í staðinn fyrir grenndargáma sem er góð leið til að taka flokkað endurvinnsluefni frá heimilum og þetta auðveldar þar með íbúunum að losa sig við endurvinnsluefnin. Djúpgámarnir koma tilbúnir og er hægt að fá gámana með mismunandi klæðningm. Þá er hægt að fá raflæsingu á gámana þannig að hægt sé að aðgangsstýra fyrir hvern og einn. Einnig er hægt að fá skynjara sem mælir hvernig ílátin fyllast. Í vefverslun Gámaþjónustunnar og dótturfélaga  má nálgast fleiri upplýsingar um djúpgáma

Hér er myndband um djúpgáma.

Þessi grein er hluti af viðtali við Inga Arason, rekstrarstjóra Hafnarbakka sem birtist upphaflega í Land og Saga - sjá hér. Á myndinni að neðan má einmitt sjá Inga við gáma af þessu tagi sem staðsettir eru við fjölbýlishús í Hafnarfirði.