Íbúum í Reykjanesbæ finnst bæjarfélagið standa sig betur í flokkun á sorpi meðal íbúa en meðaltal íbúa í öðrum sveitarfélögum. Þetta kemur fram í þjónustukönnun Gallup fyrir Reykjanesbæ, þegar spurt er um umhverfismál. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.

Íbúar eru einnig mun ánægðari með þjónustu í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu nú en í sambærilegri könnun árið 2017. Þess má geta að flokkun endurvinnanlegs efnis hefur farið vel af stað hjá Kölku. Athyglisvert er að sjá að þátttakendum í könnuninni finnst þeir hugsa minna um það sem þeir geta gert til að draga úr áhrifum sem þeir hafa á loftslagið og umhverfið en þátttakendur í öðrum sveitarfélögum í heild. Alls 278 svöruðu könnun Gallups.

Frétt og mynd af vf.is 19.2.2019 sjá nánar r