Ingibjörg Ólafsdóttir, mannauðs-og gæðastjóri Terra, var valin í stjórn Festa í gær. Hlut­verk Festu er að auka þekk­ingu á sam­fé­lags­ábyrgð fyr­ir­tækja, stofn­ana og hverskyns skipu­lags­heilda til að til­einka sér sam­fé­lags­lega ábyrga starfs­hætti og stuðla að auk­inni sjálf­bærni. Festa eyk­ur vit­und í sam­fé­lag­inu og hvet­ur til sam­starfs og að­gerða á þessu sviði.

Ingibjörg stýrir einmitt þessum málum hjá okkur Terra og hefur bæði góða reynslu og þekkingu á sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Það er því mikil gæfa fyrir Festa að hafa manneskju eins og Ingibjörgu innanborðs.

Til hamingju Ingibjörg!