Alls féllu 656 kíló af rusli til frá hverjum Íslendingi árið 2017. Þetta þýðir að Íslendingar eru meðal mestu ruslara í Evrópu, aðeins þrjár þjóðir skila meira sorpi á hvern íbúa samkvæmt nýjustu tölum Eurostat. 

Dan­ir tróna á toppn­um með 781 kíló af rusli á hvern íbúa, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag. Sorp sem féll til jókst ár frá ári hér fram að efna­hags­hrun­inu 2008. Eft­ir nokk­ur neyslugrennri ár í kjöl­farið hef­ur aukn­ing­in verið hröð und­an­farið.  Frétt og mynd af mbl.is 28.8.2019