Heimajarðgerð er tilvalin leið til þess að tileinka sér umhverfisvænni lífsstíl og fækka kolefnisfótsporum. Jarðgerð er tilvalin fyrir þá sem eiga góða garða eða búa í dreifbýli. Terra Umhverfisþjónusta býður upp á úrvals jarðgerðartunnur og stoðefni frá Kompoströ sem hjálpar til að umbreyta lífrænum úrgangi í næringarríka moltu.

Hvernig hefja skal moltugerð í jarðgerðartunnu:

 • Mikilvægt er að setja 10-15 sentimetra lag af fínklipptum trjágreinum í botn tunnunnar til þess að búa til loftrými, sem flýtir fyrir rotnun.
 • Bætið við lagi af fínum garðaúrgangi, laufblöðum og grasi ofan á trjágreinarnar.
 • Því næst, setjið tilbúna moltu eða næringarríka mold í tunnuna.
 • Í fyrstu má einungis setja garða- og grænmetisrusl. Bíðið þangað til að rotnun er hafin, þetta tekur vanalega nokkrar vikur, þá má bæta við kjöt- og fiskafgöngum.

Dagleg umhirða:

Í jarðgerðartunnunni fer fram lífræn öndun eða loftháð niðurbrot. Hitastig getur farið allt upp í 60-70°. Við þetta hitastig eyðileggjast flestöll fræ (t.d. arfafræ) og flestar gerðir óæskilegra baktería s.s. E.coli, Enterococcus og Salmonella drepast. Eitt kíló af lífrænum úrgangi verður að 0,6 kg af moltu.

 • Ferlið er nánast lyktarlaust en ef úrgangurinn er farinn að lykta er hann sennilega of blautur. Þá er gott að bæta við þurrum garðúrgangi.
 • Blandið heimilisúrgangi vel saman við moltuna. Hrærið. Ekki skilja bara eftir, efst á toppi hrúgunnar.
 • Bætið í tunnuna daglega. Blandið vel. Þetta heldur rotnun gangandi – jafnvel í frostköldu veðri.

Hvað má fara í jarðgerðartunnuna?

 • Ávextir og grænmeti
 • Kjöt- og fiskafgangar
 • Mjólkurvörur
 • Egg, eggjabakkar og eggjaskurn
 • Brauð
 • Kaffi, te. Kaffisíur og tepokar
 • Hveiti, pasta og hrísgrjón

Allur annar lífrænn úrgangur: s.s. pappírsþurrkur, visnuð blóm og aðrar plöntur, sag. Allur garðaúrgangur: gras, mosi, niður klipptar runnagreinar, trjákurl. Niðurrifin dagblöð eða pappi má gjarnan fara í tunnuna því þessi úrgangur er kolvetnaríkur og er stundum kallaður stoðefni. Til að fá rétta blöndu af stoðefnum á móti næringarefnum í tunnuna, þarf að forðast að setja of mikið af einni tegund úrgangs í einu.

Mikilvægt er að hafa fjölbreyttan lífrænan úrgang, það tryggir bestu moltuna. Notið skynsemina, blanda og hræra vel. Notið fjölbreyttan úrgang.

Forðist að setja:

 • Stór bein
 • Timbur
 • Ryksugupoka
 • Gler og plast
 • Ösku og kol
 • Hunda- og kattasand
 • Ólífrænan úrgang
 • Einhæfan úrgang

Lokaferli. Tilbúin molta:

Molta er besti jarðvegsbætir sem völ er á og gerir jarðveginn frjósamari og heilbrigðari. Moltugerð getur tekið vikur og mánuði, allt veltir þetta á því hvað sett er í tunnuna, hvort lofti um úrganginn, fjölbreytileika úrgangsins og að hrært sé reglulega í tunnunni.

Þegar moltan er tilbúin er að gott að dreifa henni í blómabeð, í matjurtargarða eða við tré og runna. Um 10 sentimetra óblandað lag.

Á vorin er gott að dreifa moltunni nokkrum vikum fyrir sáningu eða plöntun.

Þegar planta skal blómum eða trjám er mjög gott að blanda saman moltu og mold í hlutföllum 1/3.

Gangi ykkur vel!