- Fyrirtæki
- Heimili
- Vörulisti
- Um Terra umhverfisþjónustu
Heimajarðgerð er tilvalin leið til þess að tileinka sér umhverfisvænni lífsstíl og fækka kolefnisfótsporum. Jarðgerð er tilvalin fyrir þá sem eiga góða garða eða búa í dreifbýli. Terra Umhverfisþjónusta býður upp á úrvals jarðgerðartunnur og stoðefni frá Kompoströ sem hjálpar til að umbreyta lífrænum úrgangi í næringarríka moltu.
Hvernig hefja skal moltugerð í jarðgerðartunnu:
Dagleg umhirða:
Í jarðgerðartunnunni fer fram lífræn öndun eða loftháð niðurbrot. Hitastig getur farið allt upp í 60-70°. Við þetta hitastig eyðileggjast flestöll fræ (t.d. arfafræ) og flestar gerðir óæskilegra baktería s.s. E.coli, Enterococcus og Salmonella drepast. Eitt kíló af lífrænum úrgangi verður að 0,6 kg af moltu.
Hvað má fara í jarðgerðartunnuna?
Allur annar lífrænn úrgangur: s.s. pappírsþurrkur, visnuð blóm og aðrar plöntur, sag. Allur garðaúrgangur: gras, mosi, niður klipptar runnagreinar, trjákurl. Niðurrifin dagblöð eða pappi má gjarnan fara í tunnuna því þessi úrgangur er kolvetnaríkur og er stundum kallaður stoðefni. Til að fá rétta blöndu af stoðefnum á móti næringarefnum í tunnuna, þarf að forðast að setja of mikið af einni tegund úrgangs í einu.
Mikilvægt er að hafa fjölbreyttan lífrænan úrgang, það tryggir bestu moltuna. Notið skynsemina, blanda og hræra vel. Notið fjölbreyttan úrgang.
Forðist að setja:
Lokaferli. Tilbúin molta:
Molta er besti jarðvegsbætir sem völ er á og gerir jarðveginn frjósamari og heilbrigðari. Moltugerð getur tekið vikur og mánuði, allt veltir þetta á því hvað sett er í tunnuna, hvort lofti um úrganginn, fjölbreytileika úrgangsins og að hrært sé reglulega í tunnunni.
Þegar moltan er tilbúin er að gott að dreifa henni í blómabeð, í matjurtargarða eða við tré og runna. Um 10 sentimetra óblandað lag.
Á vorin er gott að dreifa moltunni nokkrum vikum fyrir sáningu eða plöntun.
Þegar planta skal blómum eða trjám er mjög gott að blanda saman moltu og mold í hlutföllum 1/3.
Gangi ykkur vel!
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán-fim: 8:00-18:00 og fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00