Hefur þú áhuga á umhverfismálum og endurvinnslu? Gakktu til liðs við spennandi og metnaðarfullt fyrirtæki og taktu þátt í að búa til sjálfbæra framtíð. 

Hér eru störf í boði:

Hugbúnaðarsérfræðingur

 

Við erum að leita að jákvæðum og lausnamiðuðum hugbúnaðarsérfræðingi í þróunarteymi stafrænna lausna, til að vinna í þróun og viðhaldi á gagnavöruhúsalausnum innan félagsins.

Viðkomandi mun taka þátt í hönnun og hugmyndavinnu á tæknilausnum og vera í samvinnu við önnur teymi innan Terra.

Helstu verkefni og ábyrgð

Þróun og rekstur á BI gagnavöruhúsalausnum Terra

Forritun á bakendum upplýsingakerfana

Vinnsla og meðhöndlun á gögnum úr ólíkum kerfum

Samþætting við önnur kerfi

Hönnun og ákvörðun á tæknilegri uppbyggingu á lausnum Terra

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilegri menntun er skilyrði

Góð þekking (3+ ára reynsla) af SQL gagnagrunnum og þróunartólum í MSSQL umhverfinu

Þekking á C#, ASP.NET Core

Þekking á RPA (Robotics Process Automation) er kostur

Reynsla af skýjalausnum Azure er kostur

Frumkvæði og drifkraftur

Fagleg vinnubrögð

Nánari upplýsingar veita Davíð Þór Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsvið, david@terra.is og / eða Guðmundur Grétar Sigurðsson, rekstarstjóri upplýsingatækni, gummi@terra.is

 

Sölustjóri

 

Við leitum að kraftmiklum, metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í starf sölustjóra Terra umhverfisþjónustu.

Hlutverk sölustjóra er að stýra sölustarfsemi Terra umhverfisþjónustu. Undir sölustjóra heyra viðskiptastjórar og þjónustufulltrúar. Sölustjóri ber ábyrgð á stjórnun á daglegri starfsemi og rekstri sölu- og þjónustudeildar

Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af sölu og ráðgjöf
Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi færni í samskiptum
Frumkvæði, jákvæðni og metnaður til árangurs í starfi
Reynsla af stjórnunarstörfum eða verkstýringu
Þekking á gerð samninga, arðsemisútreikninga og árangursmælikvarða
Þjónustudrifið og hvetjandi hugarfar
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Góð tölvukunnátta s.s. excel, word, outlook og fleira.
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið

 

Almennar umsóknir

Hér er hægt að leggja inn almenna umsókn. 

Here you can submit a general application.