Setjum okkur ný og öflug markmið á árinu - flokkum betur. 

Lífrænn úrgangur er dýrmæt auðlind sem við eigum að nýta betur – Sá lífræni úrgangur sem við söfnum hjá Terra fer til moltuframleiðslu. Moltan sem við framleiðum er notuð til að græða upp landið okkar. Vinnum saman og tryggjum góða flokkun á lífrænum úrgangi.

Það einfaldasta og mikilvægasta sem þú getur gert í loftlagsmálum er að flokka vel. Það er til að mynda afar brýnt að tryggja góða söfnun og flokkun á lífrænum úrgangi, því ef slíkt fer úrskeiðis verða til hættulegar gróðurhúsalofttegundir sem fara út í umhverfið og valda miklum skaða. Sá lífræni úrgangur sem Terra sækir heim til þín fer í örugga og skilvirka jarðgerð og þannig vinnum við saman og komum í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig komum við lífræna úrganginum aftur inn í hringrásina í formi jarðvegsbætis, í stað þess að hann endi í urðun.

Moltan sem við framleiðum úr lífræna úrganginum er notuð til landgræðslu í samvinnu við Landgræðsluna, sem er sömuleiðis afar mikilvægt umhverfis- og loftlagsmál til að binda kolefni í jörðu.  Því er afar brýnt að flokka vel og setja engin óhreinindi í lífrænu tunnuna. Því miður berast oft mikil óhreinindi í lífræna úrganginn sem getur valdið miklum skaða. 

  • Setjum aldrei plast, málma eða önnur óhreinindi með lífrænum úrgangi
  • Notum ekki plastpoka undir lífrænan úrgang
  • Setjum ekki einnota kaffibauka með lífrænum úrgangi
  • Það er í lagi að nota sérstaka, græna, maíspoka. Þeir jarðgerðast

Vinnum saman í þessu mikilvæga verkefni, að græða landið okkar og jörðina, tryggjum góða og skilvirka endurvinnslu.

Flokkun og endurvinnsla er mikilvægt loftlagsmál. 

Skiljum ekket eftir