Í samstarfi við Gámaþjónustuna gefst viðskiptavinum IKEA kost á að ná í moltu sér að kostnaðarlausu. Moltan er í gámi fyrir utan verslunina, rétt hjá Costco eldsneytissölunni.

Moltan er afrakstur innlendrar endurvinnslu en hér að neðan má sjá skrefin í ferlinu:

 

Moltan er kraftmikill jarðvegsbætir sem gott er að blanda við aðra mold í hlutföllunum 1/3 (1 hluti molta, 2 hlutar mold) eða dreifa moltunni yfir beð og grasflatir í þunnu lagi.

Moltan er keyrð heim á höfuðborgarsvæðinu (póstnúmer 101-225 og 270) í stórsekk (ca. 0,5m3). Hana má panta hér.

Einnig er hægt að nálgast moltuna hjá okkur í Berghellu 1, en þá er keyrt framhjá byggingu merktri skrifstofu, inn um hlið og lagt við vigtarskúr. Moltan er afhent í vigtarskúrnum og þar er einnig tekið á móti greiðslu vegna afhendingar sem nemur 5682 kr.