Þær Eyrún Jörgensen og Ásbjörg Poulsen eru sjálfsagt ókrýndir Íslandsmeistarar í birkifrætínslu 2020. Þær stöllur týndu alls um 10 kg af birkifræjum, í landsátaki um söfnun birkifræs. Þær hafa ræktað í gegnum tíðina myndar birkiskóg í Grímsnesi og skelltu sér í einn allsherjar birkimó þar á slóðum. Birkifræsöfnun er nú formlega lokið en þær komu með aflann í höfuðstöðvar Terra í Hafnarfirði, þar sem enn er tekið á móti birkifræjum og þar var tekið vel á móti þeim með kaffisopa. Þær Eyrún og Ásbjörg segjast fara í berjamó hvert ár, en ætla nú að bæta við birkimó í stundarskrána. Vel gert Eyrún og Ásbjörg!