Molta úr lífrænum úrgangi hefur verið notuð til uppgræðslu í sumar í Krýsuvík og á Norðurlandi. Umhverfisráðherra segir mikil verðmæti felast í innlendri moltu og undirbýr lagasetningu þar sem endurvinnslufyrirtæki eru hvött til moltugerðar.

Mörg tonn af moltu hafa verið notuð í uppgræðslu á örfoka landi í Krýsuvík í sumar. Um er að ræða samstarfsverkefni Landgræðslunnar, Terra og umhverfisráðuneytisins.

„Þetta eru þá verkefni þar sem að við erum að setja fjármagn í það að koma moltu sem að hefur verið framleidd á þessum tveimur stöðum, bæði hér fyrir sunnan og fyrir norðan, í vinnu sem áburð inn í landgræðslu og skógrækt. Þar með erum við að búa til verðmæti úr þessum lífræna úrgangi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.

Sjá nánar á Vísi: