Það er umfjöllun í Stundinni um moltu-verkefni Landgræðslunnar og Terra. Þessi frétt kemur til vegna ábendingar sem sett var inn á síðu áhugafólks um endurvinnslu fyrir hálfum mánuði er varðar óhreinindi í moltu í Krísuvík, plast og hnífapör sem mætti sjá á þeim svæðum þar sem moltu var dreift í haust.
Við tókum þessari ábendingu alvarlega og skoðuðum svæðið vandlega. Í ljós kom að það voru óhreinindi á svæðinu, við brugðumst strax við og plokkuðum rusl á þessum svæðum og þessi hreinsun heldur áfram og hefur gengið vel. Þetta var sem betur fer lítill hluti moltunnar, á afmörkuðu svæði sem var með rusli. Svæðið er nú í hreinsun og Terra er að fjarlæga allan þennan hluta moltunnar og vinnur að því næstu daga og vikur. Terra mun taka þetta svæði í fóstur og fara reglulega yfir svæðið í allan vetur og næsta vor og hreinsa upp. Við munum ekki hætta fyrr en svæðið er orðið hreinsað. Við höfum farið yfir alla okkar verkferla og lært af þessu. Það mikilvægt að árétta að þetta var ekki allt svæðið, ekki öll moltan.
Terra hefur framleitt moltu í 30 ár og fjárfest í tækni og þekkingu til að jarðgera lífrænan úrgang. Þetta rannsóknar- og þróunarverkefni í Krýsuvík með Landgræðslunni, að nota moltu til uppgræðslu örfoka lands, er mikilvægt og lærdómsríkt til þess að halda áfram þeirri þróun að nota innlendan, lífrænan jarðvegsbæti og áburð í garðrækt, skógrækt og landgræðslu.