- Fyrirtæki
- Heimili
- Vörulisti
- Um Terra umhverfisþjónustu
Nýtt fyrirkomulag úrgangshirðu verður tekið upp á næstunni. Nýju ílátin verða keyrð út á næstunni og eiga öll heimili á höfuðborgarsvæðinu að vera komin með rétt ílát í lok september.
Hringrásarlögin kalla á breytingar í úrgangshirðumálum og því verða heimili á landinu að flokki úrganginn í eftirfarandi flokka: Almennan úrgang, pappír og pappa, plastumbúðir og matarleifar því bannað verður að urða lífrænan úrgang. Matarleifar mega ekki fara í hvernig poka sem er og fær fólk sérhannaða ruslakörfur undir lífræna úrganginn ásamt þar til gerðum bréfpokum.
Við hjá Terra umhverfisþjónustu munum sækja endurvinnslutunnuna þegar búið er að afhenda viðkomandi ný ílát.
Einnig hvetjum við ykkur til að kynna ykkur nýja flokkunarkerfið á vef flokkum.is
Saman náum við árangri
Skiljum ekkert eftir
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán-fim: 8:00-18:00 og fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00