Við vorum að taka á móti þessum fínu og litprúðu gámum sem ættu að gera alla flokkun skýrari og einfaldari. Það er tilvalið að nota þá við sumarbústaði, fjölmenna ferðamannastaði og á grenndarstöðum. Fyrstu gámarnir eru einmitt á leið upp í Grímnes og Grafningshrepp, þar sem stærsta og fjölmennasta sumarbústaðabyggð landsins er og því mikil þörf fyrir góða og markvissa flokkun og sorphirðu. Nú ættu allir að geta flokkað vel og vandlega: Pappír, plast, gler, málmar og annað rusl - allt á sinn stað. Höldum landinu hreinu og fallegu. 
#skiljumekkerteftir #zerowaste