Næstu vikur býðst íbúum í nærumhverfi Flugstöðvarinnar að sækja sér moltu við vöruhús Isavia í Grænás. Hægt er að nálgast moltuna alla virka daga milli klukkan 8:00-16:00.

Moltan er úr lífrænum úrgangi m.a. frá Flugstöðinni og er unnin í samstarfi við Gámaþjónustuna.
Vinsamlega athugið að moltan er kraftmikill jarðvegsbætir og því æskilegt að blanda henni við aðra mold eða þá dreifa henni í þunnu lagi yfir gras og í beð. Forðist að láta moltuna liggja alveg upp við stöngla á trjám, segir í tilkynningu frá Isavia.

Frétt og mynd af vf.is 23.5.2019 sjá nánar hér