Annað árið í röð tóku Orkan og Terra höndum saman og söfnuðu garðúrgangi íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Við fjórar Orkustöðvar mátti finna gám fyrir garðúrgang sem íbúar gátu leitað í eftir vinnu í garðinum. Nú hefur verkefnið verið tekið saman og kom í ljós að 11,4 tonn af garðúrgangi safnaðist í sumar og nýttist hráefnið í moltugerð. Með því að flokka garðúrgang frá öðrum úrgangi stuðlum við að því að úrgangurinn nýtist til að búa til nýja afurð sem er molta en hún meðal annars nýtist sem jarðvegsábætir í garðinn. Það er því gott dæmi um hringrásarverkefni og við þökkum þeim sem tóku þátt í að nýta orkuna í að flokka garðúrgang í sumar.