Síðustu losanir þjónustutímabilsins í ár á garðatunnum fara fram dagana 28.-30.október næstkomandi!

Vel yfir 100 tonn af garðaúrgangi hafa safnast úr garðatunnum í sumar sem meðal annars hefur nýst okkur hjá Terra sem stoðefni í jarðgerðina okkar. Afraksturinn er molta, sem er lífrænn jarðvegsbætir sem meðal annars hefur verið nýttur til uppgræðslu á örfoka landi í Krýsuvík í samstarfi við Landgræðsluna.

Biðjum við ykkur, sem hafið kost á því, að að geyma tunnuna endurgjaldslaust yfir veturinn og fram að næsta þjónustutímabili. Þannig hjálpar þú okkur að daga úr umhverfisáhrifum. Einnig nýtist tunnan yfir veturinn til að geyma greinar og fleira sem fellur til í garðinum.

Við hlökkum til að hefja nýtt þjónustutímabil með hækkandi sólu í apríl á næsta ári. 

Áhugasamir geta smellt á hlekkinn hér að neðan til að panta tunnu fyrir næsta vor!

Panta garðatunnu fyrir næsta vor!