Spillivagn Terra verður á bílastæðinu við Fjarðarkaup frá kl. 11–16 laugardaginn 12. október. 

Spillivagninn tekur við raftækjum, rafhlöðum, rafgeymum, spreybrúsum, ljósaperum, hitamælum og spilliefnum af öllu tagi. Notaðu tækifærið, komdu spilliefnum og gömlu raftækjunum í endurvinnslu eða örugga förgun.

Dæmi um spilliefni – Áburður • Bón • Framköllunarvökvi • Herðir • Illgresiseyðir • Klór • Lakk • Lím • Olía Olíumálning • Penslasápa • Skordýraeitur • Sótthreinsiefni • Stíflueyðir • Sýra • Terpentína • Viðarvörn Þvotta- og hreinsiefni • Þynnir