Spillivagninn sem var á ferðinni í hverfum Reykjavíkur fyrir áramótin fer aftur á stúfana í apríl og maí til að létta undir með borgarbúum við vorverkin. Vagninn verður staðsettur á sömu stöðum og áður og fólk getur skilað í hann spilliefnunum  og raftækjunum eftir vortiltektina. 

Þess má geta að Spillivagninn hlaut góðar viðtökur fyrir áramót. Alls voru um 180 manns sem heimsóttu hann og skiluðu inn u.b.b. 1.600 kg af spilliefnum og raftækjum. Áhugavert verður að sjá hvort borgarbúar munu gera enn betur í vor, nú þegar fólk hefur kynnst því að þessi þjónusta er í boði!

Sjá nánar um þessa þjónustu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.