Þann 1. nóvember sl. tók gildi breyting á gjaldskrá Terra Efnaeyðingar hvað varðar olíusíur. Ástæðan var sú að ekki var lengur hægt meðhöndla ópressaðar olíusíur sem brotajárn. Gjald fyrir slíkar síur var hækkað í 145 kr./kg án vsk. en mun lægra gjald, eða 35 kr./kg án vsk., tekið fyrir pressaðar síur.

Nú er hins vegar komið í ljós að pressaðar síur þykja þrátt fyrir allt of mengaðar til þess að meðhöndlast sem brotajárn. Það tilkynnist því hér með að framvegis verður aðeins í boði eitt móttökugjald fyrir olíusíur, pressaðar sem ópressaðar, og það gjald er 145 kr./kg án vsk. Þetta fyrirkomulag tekur gildi 1. ágúst nk.