Nemendur í fyrsta bekk N og F í Menntaskólanum að Laugarvatni fóru í fræðsluferð á dögunum til höfuðborgarsvæðiðisins og kynntu sér sorp- og endurvinnslumál.

Í Gámaþjónustunni tóku á móti hópnum starsfmenn sem vita allt um sorp. Ekið var í gegnum gámasvæðið hjá þeim, inn í risastóra skemmu og sáu nemendur hvernig allt ferlið við endurvinnslu fer fram. Magnað var að sjá alla staflana af flokkuðu plasti og pappír út um allt sem og að kynna sér þvílíka magnið af moltu sem unnin er á vegum Gámaþjónustunnar. Mikill metnaður var hjá starfsfólki Gámaþjónustunnar um að fræða hópinn sem mest og best um allt er snéri að flokkun á sorpi – eða hráefni eins og þeir kjósa að kalla það, því mikið af sorpi er hægt að selja í frekari endurvinnslu í erlendum endurvinnslustöðvum.


Frétt og mynd af DFS.is 21.3.2019 sjá nánar hér.