Við starfsmenn Terra viljum vera til fyrirmyndar og í fararbroddi þegar kemur að endurvinnslu og umhverfismálum. Terra býður nú starfsmönnum sínum að koma með lífræna heimilisúrganginn sinn til höfuðstöðvar Terra í Berghellu, þar sem hann er jarðgerður og verður að moltu. Jónína Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og þjónustusviðs Terra hvetur alla starfsmenn til að ná sér í ílát og vera með í þessu spennandi verkefni:

„ Okkur er mikil ánægja að bjóða starfsmönnum okkar að koma með lífræna heimilisúrganginn sinn í moltugerð Terra. Þetta er hluti af endurvinnslumarkmiði okkar: Skiljum ekkert eftir. Hugmyndin hefur hlotið góðar undirtektir starfsmanna og hlökkum við til fylgjast með árangrinum. Allir með! „

Terra rekur jarðgerðarstöð þar sem lífrænn úrgangur fer í gegnum vottað ferli, þar sem hitameðferð og annarri meðhöndlun er beitt svo að til verður vistvæn og ilmandi molta. Moltan frá Terra er kröftugur jarðvegsbætir og hefur hlotið sérstaka viðurkenningu Umhverfisstofnunnar. Moltan sem starfsmenn Terra ætla að búa til verður notuð í nýtt og spennandi grænt nýsköpunarverkefni sem verður kynnt næsta sumar.

#Skiljumekkerteftir
#Zerowaste