COVID-19 kallar á samstöðu og ábyrgð okkar allra. Við ætlum öll að hjálpa og auðvelda heilbrigðiskerfinu að ráða við vandann með því að reyna að takmarka útbreiðslu veirunnar eftir fremsta megni. Hér eru nokkur atriði sem við verðum öll að tileinka okkur:

 

ÞVOUM OKKUR UM HENDURNAR. Með vatni og sápu. Vel og vandlega. 

FORÐUMST  ÓÞARFA SNERTINGU. Við skulum finna leiðir til að heilsast vel og innilega án þess að snertast. Viðhöldum tveggja metra reglu.

VIRÐUM SÓTTKVÍ. Sóttkví fyrir þau sem eru mögulega smituð og einangrun þeirra sem greinast er nauðsynleg til að hægja á útbreiðslu. 

HLÝTUM SAMKOMUBANNI. Samkomubann tók gildi mánudaginn 16. mars. Kynnum okkur reglurnar, fylgjumst með fréttum. Nánari upplýsingar á covid.is

 

Við þökkum okkar viðskiptavinum og samstarfsfólki fyrir hjálp og aðstoð í aðgerðum Terra til að takmarka útbreiðslu veirunnar. 

Við erum öll almannavarnir.