Fara í efni  
Terra - Skiljum ekkert eftir
  • Fyrirtæki
    • Söfnun endurvinnsluefna og úrgangs
    • Gámar, tunnur og kör
      • Djúpgámar
      • Framhlaðningsgámar
      • Krókgámar
      • Pressugámar
      • Geymslugámar
      • Tunnur
    • Spilliefni og raftæki
    • Flokkunarleiðbeiningar og úrgangsflokkar
    • Stafræn úrgangsstjórnun
    • Byggingarúrgangur
    • Spurt og svarað
  • Heimili
    • Endurvinnslutunnan
    • Flokkunarleiðbeiningar
    • Leiga á gámum og tunnum
      • Geymslugámar
      • Krókgámar
      • Risapokinn (1 tonn)
      • Risapokinn (1,5 tonn)
    • Greinar og fróðleikur
      • Hvar enda þín raftæki?
      • Af hverju ætti ég að flokka úrgang
      • Listin að flokka landbúnaðarplast
      • Endurvinnum rafhlöður
      • Leiðbeiningar um heimajarðgerð
    • Húsfélög
    • Spurt & svarað
  • Vörulisti
  • Um Terra umhverfisþjónustu
    • Fyrirtækið
    • Þettbýlisstaðir og endurvinnslustöðvar
      • Norðurland
      • Suðurland
      • Suðurnes
      • Vesturland
    • Starfsstöðvar
      • Terra Efnaeyðing
      • Terra Einingar
      • Vesturland
        • Vörulisti
        • Móttökustöðvar
        • Sorphirðudagatöl
        • Fréttayfirlit
        • Opnunartími og tengiliðir
        • Kynningarefni og bæklingar
      • Norðvesturland
        • Vörulisti
        • Móttökustöðvar
        • Sorphirðudagatöl
        • Opnunartími og tengiliðir
        • Kynningarefni og bæklingar
      • Norðurland
        • Vörulisti
        • Móttökustöðvar
        • Sorphirðudagatöl
        • Fréttayfirlit
        • Opnunartími og tengiliðir
        • Kynningarefni og bæklingar
      • Austurland
        • Vörulisti
        • Terra þjónustar Alcoa
        • Hvað getum við gert?
        • ISO 14001 umhverfisvottun
        • Tengiliðir
      • Höfuðborgarsvæðið
        • Vörulisti
        • Opnunartími og símanúmer
        • Sorphirðudagatöl
    • Tengiliðir
    • Vottanir
    • Stefnur
    • Skilmálar
    • Atvinna - linkur á Alfreð
    • Hvað verður um úrganginn?
  • 535 2500
  • Fréttir
  • Hafa samband
  • Mínar síður
Forsíða / Heimili / Flokkunarleiðbeiningar

Flokkunarleiðbeiningar

  • Endurvinnslutunnan
  • Flokkunarleiðbeiningar
  • Leiga á gámum og tunnum
    • Geymslugámar
    • Krókgámar
    • Risapokinn (1 tonn)
    • Risapokinn (1,5 tonn)
  • Greinar og fróðleikur
    • Hvar enda þín raftæki?
    • Af hverju ætti ég að flokka úrgang
    • Listin að flokka landbúnaðarplast
    • Endurvinnum rafhlöður
    • Leiðbeiningar um heimajarðgerð
  • Húsfélög
  • Spurt & svarað

Flokkunarleiðbeiningar eru mismunandi fyrir heimili eftir því í hvaða sveitarfélagi þau eru staðsett.

Hvert og eitt sveitarfélag skilgreinir sitt flokkunarfyrirkomulag og fyrirtæki eins og Terra Umhverfisþjónusta þjónustar það fyrirkomulag. 

Terra sér um að flokka efnin og koma þeim þangað sem þau gera mest gagn!

Hér að neðan má sjá almennar leiðbeiningar fyrir hvern og einn úrgangsflokk.

Ef þú vilt skoða nákvæmar flokkunarleiðbeiningar í þínu sveitarfélagi þá getur þú smellt á takkann hér að neðan og valið þitt póstnúmer. Athugið að þær leiðbeiningar eru aðeins aðgengilegar fyrir þau sveitarfélög sem Terra þjónustar.

Flokkun í mínu sveitarfélagi 

Endurvinnslutunna Terra

Flokkunarleiðbeiningar

Hvað má fara í Endurvinnslutunnuna?

  • Öll dagblöð, tímarit og annar pappír (bæklingar, umslög og ruslpóstur)
  • Sléttur pappi og bylgjupappi (s.s. hreinir pizzukassar og morgunkornspakkar)
  • Umbúðir úr málmi (s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum),
  • Fernur (skolaðar og samanbrotnar)
  • Plastumbúðir (s.s. sjampóbrúsar, plastdósir, plastpokar, áleggsbréf, kaffiumbúðir og snakkpokar)

Með því að flokka endurnýtanlegan úrgang leggur þú umhverfinu lið, minnkar urðun og eykur endurvinnslu til hagsbóta fyrir umhverfið og okkur öll.

Leiðbeiningablað á íslensku
Instructions in English
Instrukcje w języku polskim

Dagblöð og tímarit

Dagblöð, tímarit, bæklingar, umslög, skrifstofu- og gjafapappír mega fara í Endurvinnslutunnu Terra, pappírstunnu eða í pappírsgám á næstu grenndarstöð. Þessi pappír er fyrirtaks endurvinnsluefni og brýnt að flokka þetta efni vel og vandlega. Sá pappír sem ekki er endurnýttur er notaður sem stoðefni í moltu svo að höldum þessu dýrmæta efni í hringrásinni. Það er óþarfi að rífa plastglugga eða límbönd af umslögum. Það er gott að pressa pappírinn vel saman til þess að spara pláss og draga úr akstri. Plast, matarleifar og aðskotahlutir geta mengað og eyðilagt endurvinnsluferlið.

Bylgjupappi

Bylgjupappi er verðmætt endurvinnsluefni og því er mikilvægt að halda því aðskildu frá blönduðum pappa og pappír ef kostur er á. Bylgjupappinn má vera áprentaður og límbönd eða hefti mega fylgja. Þó er nauðsynlegt að fjarlægja aðra aðskotahluti, t.d. plast eða matarleifar, sem geta rýrt endurvinnslugildi pappans. Bylgjupappi er fluttur til Hollands til endurvinnslu og hann nýtist til að búa til nýjar vörur úr pappa.

Bylgjupappi má setja í Endurvinnslutunnu Terra. 

Blandaður pappi og pappír

Blanda má öðrum pappa en bylgjupappa saman við pappír og safna í sama ílát. Blandaður pappi og pappír er flokkaður á starfstöð Terra og efnið sent út til Hollands til endurvinnslu.

Það er gott að skola allar fernur vel og fjarlæga allar matarumbúðir til þess að tryggja góða endurvinnslu. 

Einnig er gott að brjóta fernur saman svo þær taki minna pláss. Plasttappar mega fara með fernum. Allar fernur mega fara í Endurvinnslutunnu Terra, hreinar og fínar. Við flokkum, pressum og sendum í endurvinnslu til Hollands.

Plastumbúðir

Mikilvægt er að plastumbúðir séu lausar við matarleifar og skolaðar. Terra reynir eftir fremsta megni að koma plastumbúðum í efnisendurvinnslu, þ.e að plastumbúðirnar verði að nýjum umbúðum eða öðrum plastvörum. Þess vegna er mikilvægt að þær séu hreinar, sé efnið skítugt eða samsetningin óhentug til efnisendurvinnslu er efnið notað í brennslu. Efnið er pressað og baggað í móttöku- og flokkunarstöð Terra  til að draga úr rúmmáli og flutt til Þýskalands. 

Dæmi um plastumbúðir eru sjampóbrúsar, plastdósir, plastpokar, áleggsbréf, kaffiumbúðir, frauðplast og snakkpokar.

Lífrænn úrgangur

Allur lífrænn úrgangur sem berst til Terra er breytt í moltu sem er síðan notuð í landgræðslu. Terra rekur jarðgerðarstöð þar sem lífrænn úrgangur fer í gegnum vottað ferli, þar sem hitameðferð og annarri meðhöndlun er beitt svo að til verður vistvæn og ilmandi molta. Moltan frá Terra er kröftugur jarðvegsbætir sem nýtt er í uppgræðslu og í skógræktarverkefni.

Þeir flokkar sem mega fara með lífrænum úrgangi

  • Ávextir og ávaxtahýði
  • Grænmeti og grænmetishýði
  • Egg og eggjaskurn
  • Eldaðir kjöt- og fiskafgangar
  • Tepokar
  • Tannstönglar úr tré
  • Kaffikorgur

Sveitarfélög taka ákvörðun um sérflokkun á lífrænum úrgangi við heimili. Terra býður uppá allt sem þarf í heimajarðgerð fyrir þá sem ekki safna lífrænu í sérstök ílát frá sínu sveitarfélagi. 

Lyf og lyfjaafgangar

Lyf og lyfjaafgangar eiga ekki heima í almennu sorpi. Lyf eru flokkuð sem spilliefni sem skal flokka frá og skila til eyðingar. Einfaldast er að skila þeim í næsta apótek en allar lyfjaverslanir taka á móti öllum lyfjaafgöngum endurgjaldlaust. Terra – Efnaeyðing í Hafnafirði tekur svo á móti öllum spilliefnum og fargar þeim á öruggan hátt. Lyfjaafgangar er í flestum tilvikum eytt í brennslu.

Það er afar mikilvægt að huga að þessu því töluvert af lyfjum berst út í umhverfið með frárennsli hér við land. Rannsókn sem Umhverfisstofnun gerði 2018 leiddi í ljós að fjögur af þeim sextán efnum sem finna má á sérstökum vaktlista Evrópusambandsins fundust í íslensku umhverfi. Þetta eru efni sem eru talin ógn við vatnaumhverfi í Evrópu. 

Niðurstöður umhverfisstofnunar benda til að töluvert magn lyfja berist út í umhverfið með frárennsli. Því er mikilvægt að skila inn til apóteka öllum lyfjaafgöngum sem falla til á heimilum til að þeim verði fargað á réttan hátt og endi ekki í umhverfinu. 

Dósir og flöskur

Terra býður uppá sérstök ílát við söfnun á skilagjaldskyldum umbúðum og kemur þeim áfram í endurvinnslu til Endurvinnslunnar hf. En hér getur þú grætt á markvissri flokkun því þú færð greitt fyrir að skila dósum og flöskum til Endurvinnslunnar, en þar er greitt fyrir stykkjafjölda sem skilað er hverju sinni. Umbúðir þurfa að vera óbeyglaðar til þess að flokkunarvélin þekki þær. Flöskum og dósum má skila til Endurvinnslunnar sem finna má um allt land.

Dósir og flöskur sem greitt er skilagjald fyrir eru:

  • Áldósir, gler- og plastflöskur fyrir:
  • Gosdrykki, orkudrykki og tilbúna ávaxtasafa
  • Allar áldósir, bjór og gosdrykkir
  • Glerflöskur fyrir áfengi, bæði létt og sterkt

Reglan er almennt sú að ef innihald er drukkið beint – þá bera umbúðirnar skilagjald. Vert er geta þess að fjölmargir aðilar sjá um söfnun á dósum og flöskum og treysta á tekjur af umbúðasöfnun í starfsemi sinni eins og t.d. íþróttafélög, björgunarsveitir, skátahreyfingin og fleiri.

Ál

Ál og aðra málma má setja í endurvinnslutunnu Terra sem sér svo um að flokkar fyrir þig. Ál er gott dæmi um mikilvægi flokkunar og endurvinnslu. Endurunnið ál er alveg jafn gott og nýtt ál, en mun umhverfisvænna.

Með því að flokka og endurvinna ál sparast um 95% af þeirri orku sem annars hefði farið í frumframleiðslu á sama magni af áli. Auk þess sparast allt báxítið, flutningur á því, vítissódi og önnur efni ásamt því að mun minna af losnar af koltvísýringi.

Þess vegna á allt ál að fara beint í endurvinnslutunnuna.

Fatnaður

Öll föt og skó á að endurnýta. Allt lín á að fara í endurvinnslu: vefnaðarvörur, gluggatjöld, áklæði, teppi, sængurföt og handklæði. Það skiptir engu þótt fötin séu gömul, rifin og slitin, en þau þurfa að vera hrein og þurr í lokuðum poka. Terra vinnur með Rauða krossinum í fatasöfnun sem hefur komið upp söfnunargámum víða um land. Rauði krossinn selur fötin aftur, þau öðlast nýtt líf, það sem ekki selst er endurnýtt með ýmsum hætti.

Gallabuxurnar þínar eiga sér langa og merkilega sögu. Saga þeirra byrjar á akrinum lengst út í heimi þar sem bómullin er ræktuð. Bómullarrækt er flókin og erfið sem kostar mikla orku, vatn og áburð – allt er þetta hluti af ævisögu buxnanna. Seinna fer bómullin í fataverksmiðju þar sem eru ofin klæði. Síðan tekur við saumaskapurinn, að sníða, tvinna, setja tölur, smellur, rennilás og fleira. Við tekur flakk út um allan heim, þveran og endilangan, þar til þær enda í einhverri búð þar sem þú mátar þær og ferð svo með þær heim. Saman upplifið þið ýmis ævintýri og ferðalög. Þetta er efni í heila skáldsögu – en sögunni er ekki lokið. Gefðu þessum merkilegu og víðförlu gallabuxum framhaldslíf með því að koma þeim í endurvinnslu. Í þessum gallabuxum er saga, orka, dýrmæt efni – gefðu þeim framhaldslíf.

Kertaafgangar og sprittkertabikarar

Hér er einfalt og skemmtilegt ráð: Takið alla kertaafganga og setjið þá í útikertið og lengja líftíma þess. Þráðurinn í útikertum er sterkur og endingagóður og þess vegna er hægt að bæta kertastubbum útí og ljósið varir lengur.

Hins vegar er hægt að safna og skila kertastubbum, ónothæfum kertum og vaxi í grenndargám til ýmissa aðila. Terra hefur stundum verið með sérstaka kertasöfnun. Reynið því að safna kertaafgöngum og koma þeim í endurvinnslu.

Á Norðurlandi eru kertaafgangar bræddir og notaðir í útikerti sem framleidd eru hjá Plastiðjunni.

Á Suðurlandi eru kerti endurunnin í Sólheimum, þar sem rekin er metnaðarfull listasmiðja og kertagerð, og í Heimey sem er vinnu- og hæfingarstöð í Vestmannaeyjum.

Sprittkertabikarar mega flokkast með málmi og fara í Endurvinnslutunnu Terra.

Gler

Skilið öllu gleri á sérstaka söfnunarstaði og gáma á grenndarstöðum. Það sem flokkast sem gler er: gluggagler, glerumbúðir, krukkur (takið málmlok af), blómapottar, glerflöskur, ilmvatnsglös, speglar, keramik og leirtau. Ílátin þurfa að vera tóm og hrein. Ef um mikið magn er að ræða er gott að hafa samband við Terra og gera sérstakar ráðstafanir.

En farið alltaf varlega með gler – það getur valdið slysum. Þetta efni fer ekki í endurvinnslutunnuna. 

Því miður er gler ekki endurunnið en tilraunir hafa verið gerðar með nota mulið gler í malbik. Það er hægt að mala niður glerið og nota sem fyllingarefni við ýmsar framkvæmdir og nýtist þá eins og sandur eða möl.

Ljósaperur flokkast ekki sem gler heldur spilliefni og á því ekki heima í þessum endurvinnsluflokki.

Jóla- og gjafapappír

Einfaldast er auðvitað að skella þessu í endurvinnslutunnuna frá Terra. Þangað fer allur pappír, plast og málmar. Við sjáum svo um að flokka fyrir þig.

En annars …

Venjulegur gjafapappír má fara með dagblöðum og öðrum pappír í pappírstunnu. Pappír með glimmeri og málmáferð/húð má líka fara með öðrum pappír.

Innbundnar bækur

Innbundnar bækur með saumuðum kili eru erfiðar í venjulegri pappírs-endurvinnslu. Ef kjölurinn er límdur saman má bókin fara í endurvinnslu. Eins er hægt að rífa kjölinn af og setja blaðsíður í endurvinnslu- eða pappírstunnu. Annars fara innbundnar bækur í almennt sorp.

Bleyjur

Best er að nota gömlu fjölnota bleyjurnar. Einnota bleyjur brotna seint og illa niður, það er vonlaust að endurvinna þær og þess vegna má aldrei setja þær í endurvinnslutunnuna. Hins vegar eru á boðstólum umhverfisvænni einnota bleyjur sem eru umhverfisvænni í framleiðslu, en gömlu , góðu fjölnota taubleyjurnar eru ennþá bestar fyrir umhverfið.

Húsgögn og innréttingar

Borð, stólar, skápar, rúm, dýnur, garðhúsgögn.

Best er að fara með húsgögn og innréttingar á næstu grenndarstöð. Ef þau eru í nothæfu ástandi gefið þeim framhaldslíf, komið góðum hlutum í sölu eða gefið öðrum. Kolaportið, Góði hirðirinn eða aðrir nytjamarkaðir.

Annars skal allt timbur skal fara í sérstaka timburgáma. Timbur er kurlað niður hjá Terra og notað í moltugerð, í stíga eða í orkuendurnýtingu. Gifsplötur eiga að fara í sérstakan gám og allt plast á sinn stað. Dýnur eru erfitt endurvinnsluefni og ber að flokka sérstaklega.

Ef þú ert að taka íbúðina í gegn er tilvalið að panta sér gám eða risapoka frá Terra. Léttur, sterkur og risastór. Risapokinn frá Terra er frábær lausn fyrir þá sem eru að dunda við að taka heimilið í gegn, flikka upp á baðherbergið eða eldhúsið, rækta garðinn eða taka til í geymslunni.

 

Byggingarúrgangur

Það er mikilvægt að vanda til verka þegar meðhöndla skal byggingarúrgang. Áður en farið er af stað í framkvæmir eru mikilvægt að hafa þessi atriði í huga:

  • Útbúa lista yfir öll efni og áætlað magn efnis sem mun falla til.
  • Meta ástand efnis, hversu auðvelt er að endurvinna það og hvernig það verður endurnýtt eða endurunnið.
  • Tilgreina hættuleg innihaldsefni á borð við asbest eða blý sem þurfa sérstaka förgun.

Ef þú ert að taka íbúðina í gegn er tilvalið að panta sér gám eða risapoka frá Terra. Léttur, sterkur og risastór. Risapokinn frá Terra er frábær lausn fyrir þá sem eru að dunda við að taka heimilið í gegn, flikka upp á baðherbergið eða eldhúsið, rækta garðinn eða taka til í geymslunni.

 

Ísskápar og frystikistur

Mikilvægt er að fjarlægja matarleifar úr tækjunum. Síðan er farið með þau á móttökustöð fyrir spilliefni eða á söfnunarstöð sveitarfélags og þau sett í þar til ætlaðan gám. Gæta þarf sérstaklega að því við flutning á kælitækjum að leiðslur kælikerfisins rofni ekki, enda innihalda mörg kælitæki gróðurhúsalofttegundir sem eru skaðlegar ósonlaginu. Sú skaðlegasta er freon sem getur verið allt að 23.000 sinnum öflugri en koldíoxíð. Það er því afar skaðlegt fyrir ósonlagið sem ver jarðarbúa fyrir útfjólubláum geislum. Á móttökustöð fyrir spilliefni (hjá Terra Efnaeyðingu) er kælivökva tappað af kælikerfum tækjanna. Kælivökvinn er fluttur til sérstakrar förgunar erlendis. Sjálfir skáparnir, kisturnar og kælipressurnar fara í sérstaka endurvinnslu þar sem aðskilin eru málmur, plast, gler og frauðeinangrun. Hver efnisstraumur fer síðan í viðeigandi endurvinnslu- eða endurnýtingarfarveg

Ljósaperur

Ljósaperur eru skilgreindar sem raftæki og flokkast því sem spilliefni. Ljósaperur eiga því ekki að fara með gleri heldur raftækjum. Þetta gildir um allar gerðir af ljósaperum: Glóperur, halogen, ledperur, flúor og sparperur. Það er mikilvægt að reyna að brjóta ekki perurnar því þá geta ýmis hættuleg spilliefni borist út í andrúmsloftið. Komið því ljósaperunum í þar til gerð ílát á söfnunarstöðvum sveitarfélaga eða skilið þeim beint til móttökustöðva spilliefna

Terra – Efnaeyðing hefur áratuga reynslu í spilliefnamóttöku og hefur hlotið viðurkenningu og vottun fyrir störf sín. 

Rafhlöður og raftæki

Ef síminn þinn virkar enn þá, hreinsaðu þá út gögnin þín vel og vandlega og leyfðu einhverjum öðrum að nota hann. Í rafhlöðum og ýmsum raftækjum eru hættuleg spilliefni sem eru hættuleg heilsu okkar og náttúrunni. Það er því afar brýnt að raftæki fari ekki beint í ruslið heldur í rétta úrvinnslu til viðurkenndra aðila sem hafa þekkingu til að farga eða eyða slíku. Raftæki skal fara með á næstu gámastöð eða í spilliefnamóttöku.

 

Spilliefni

Mikilvægt er að koma spilliefnum í réttan farveg og tryggja þannig að þau berist ekki út í umhverfið, enda geta þau verið skaðleg.

Dæmi um spilliefnaúrgang

    • flúorperur
    • ljósabúnaður, startarar (conductor)
    • olíumálning
    • asbest úr eldri húsum

      Asbest og vörur sem innihalda asbest voru notaðar sem eldvarnarefni, hitaeinangrun, hljóðeinangrun og fleira í mörgum byggingum sem voru byggðar fyrir 1980. Asbesti má aldrei blanda saman við aðra úrgangsflokka

Rafhlöður

Í rafhlöðum og ýmsum raftækjum eru hættuleg spilliefni sem eru hættuleg heilsu okkar og náttúrunni. Það er því afar brýnt að rafhlöður fari ekki beint í ruslið heldur í rétta úrvinnslu til viðurkenndra aðila sem hafa þekkingu til að farga eða eyða slíku. Raftæki skal fara með á næstu gámastöð eða í spilliefnamóttöku.

 

Landbúnaðarplast eða rúlluplast

Best er að ganga frá landbúnaðarplasti um leið og það fellur til við gegningar og hrista úr því hey og önnur óhreinindi. Hreint landbúnaðarplast (annað en svart plast) má vera laust eða baggað. Það má ekki setja landbúnaðarplast inn í stórsekki. Það er mjög áríðandi að plastið sé hreint og laust við aðskotahluti.
Net, stórsekkir, svart plast og bönd mega alls ekki vera i förmunum. Svörtu landbúnaðarplasti má ekki skila lausu. Ef um svart landbúnaðarplast er að ræða þá verður að halda því sér og bagga sér, þá er hægt að taka það með öðru landbúnaðarplasti. Ástæðan er sú að við getum ekki afsett svarta plastið með sama hætti og annað landbúnaðarplast og því þarf að halda því aðskildu í söfnun.

Leiðbeiningabæklingur um flokkun á landbúnaðarplasti

Ljósaseríur

Seríur flokkast sem raftæki eins og annar búnaður sem knúinn er rafmagni. Nánar tiltekið flokkast þær sem Lítil raftæki. Á söfnunarstöðvum sveitarfélaga er venjulega kar eða tankur fyrir þennan flokk en á höfuðborgarsvæðinu og víðar sjá starfsmenn stöðvanna um móttöku og flokkun raftækja. Seríur eins og önnur Lítil raftæki eru sendar úr landi til endurvinnslu. Móttökuaðili sendir tækin í gegnum vinnslulínu þar sem þau eru tætt niður í smáar efnisflögur sem síðan fara í gegnum vélræna flokkun. Sú flokkun aðskilur gler, málma og plast og þessir efnisstraumar eru síðan sendir áfram til endurvinnslu hjá fyrirtækjum sem eru sérhæfð hvert í sínum flokki.

 

 

  • Algengar spurningar

    Algengar spurningar

facebook instagram youtube linkedin

 

 

 

Opnunartími Terra umhverfisþjónustu

Móttökustöðin Berghellu 1 er opin

mán-fim: 8:00-18:00 og fös: 8:00-17:00

Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00  

Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00                                                                                                                      

 

Terra umhverfisþjónusta

Berghellu 1

221 Hafnarfirði

Kt: 410283-0349

Sími: 535-2500

Hafa samband

Viðskiptaskilmálar 

Persónuverndarstefna