Vissir þú að....
 • Hægt er að endurvinna pizzukassa, svo lengi sem búið er að hreinsa alla matvöru úr honum
 • Hægt er að endurvinna venjulegan pappakassa allt að 7 sinnum
 • Það tekur að meðaltali um 450 ár fyrir plastumbúðir að eyðast upp í náttúrunni
 • Álpappír er búinn til úr málmi og má fara í endurvinnslutunnuna
 • Álpappír, málmdósir, lok af glerkrukku, dagblöð, bæklingar, pappi, plastumbúðir og plastfilma eru allt dæmi um efni sem eru endurvinnanleg
 • Að lífplast flokkast með lífrænum úrgangi en ekki plasti
5 leiðir fyrir heimili til að skilja ekkert eftir:
 • Mikilvægt er að hreinsa matvöru pizzakassa sem við ætlum að koma í endurvinnslu : einn pizzakassi sem ennþá inniheldur matarafgang getur opnast þegar bíllinn losar tunnuna og eyðilagt allan pappann sem búið er að safna
 • Skolum allt plast áður en við komum því til endurvinnslu, óhreint efni er ekki eftirsótt til endurvinnslu
 • Setjum öll föt sem við erum hætt að nota í gám frá Rauða krossinum
 • Söfnum matarleifum sérstaklega og búum til Moltu, í garðinum heima
 • Lágmörkum notkun á einnota vörum, svo sem plastglösum, plaströrum og hnífapörum úr plasti
Endurvinnslutunna Terra:
 • Allar plastumbúðir
 • Allur pappi 
 • Allur pappír
 • Allar málmumbúðir
 • Allt saman í eina tunnu
 • Nánari flokkunarleiðbeiningar má nálgast hér
 • Hægt er að panta endurvinnslutunnu hér

Terra sér um að flokka efnin og koma þeim þangað sem þau gera mest gagn!

Hvað svo?

Allur bylgjupappi, pappír og málmar sem við söfnum fer í endurvinnslu.  Pappi og pappír er sendur úr landi til endurvinnslu. Málmar fara til endurvinnslufyrirtækja hér á landi. Við sendum plastfilmuna til Hollands þar sem frekari flokkun fer fram og síðan endurvinnsla aftur í plastefni.  Það eru síðan margir flokkar af öðru umbúðaplasti, t.d. plastpokum, smærri plastfilmu, plastbökkum, samsettri plastfilmu (t.d. áleggsbréf), skyrdósum, stórum og litlum plastflöskum og brúsum, sem við tökum saman í einn flokk.  Þetta plast er núna sent til Þýskalands þar sem það fer í nánari flokkun.  Meirihluti af plastinu er endurunnið, en hluti þess er ekki nothæft til endurvinnslu, t.d. vegna óhreininda eða samsetningu umbúða. Það plast sem ekki er hæft til endurvinnslu, fer til orkuvinnslu. Þannig nýtist efnið til að búa til hita í stað annarra orkugjafa.