Endurvinnslutunnan er þjónustuleið fyrir heimili.

Sjá nánari upplýsingar um Endurvinnslutunnuna hér.

Um leið og kortanúmer er athugað, þá er því umbreytt í sýndarnúmer af Borgun. Starfsmenn Terra sjá aldrei raunverulegt kortanúmer.
MM/ÁÁ

Skilmálar

Lánsviðskipti og greiðsluskilmálar:
Óski viðskiptavinur eftir að komast í lánsviðskipti hjá Terra mun Terra leggja mat á lánshæfni viðskiptavinarins, áður en til viðskipta kemur. Við mat á lánshæfni nýtir Terra sér ma. áhættumatsgreiningu CreditInfo hf sem byggir á greiðsluhegðun og opinberum skráningum um vanskil, ásamt fleiri atriðum.

Greiðslufrestur í lánsviðskiptum er 10 dagar, þe. eindagi reiknings er 10 dögum eftir útgáfudag. Dragist greiðsla fram yfir eindaga reiknast dráttarvextir frá útgáfudegi til greiðsludags en dragist greiðsla 5 daga eða meira fram yfir eindaga leggst auk þess á vanskilagjald. Dragist greiðsla meira en 35 daga fram yfir eindaga stöðvast öll þjónusta við viðskiptavin þar til greiðsla hefur borist. Langvinn vanskil geta síðan leitt til þess að gripið sé til löginnheimtuaðgerða með tilheyrandi kostnaði fyrir viðskiptavin.

Mikilvægt er að aðgengi að Endurvinnslutunnunni sé tryggt af leigjanda og hægt sé að komast hindrunarlaust að henni. Ef staðsetja á tunnuna í læstri geymslu þá mælum við með uppsetningu á lyklaboxi til að auðvelda starfsfólki okkar sem sér um losun á tunnunni.

Vinsamlegast athugið að stranglega bannað er að setja sóttmengaðan úrgang, s.s. sprautunálar og sáraumbúðir í ílátið. Einnig skal bent á að gler eða oddhvass úrgangur á heldur ekki heima með endurvinnsluefninu. Þessar úrgangstegundir geta valdið starfsfólki okkar líkamstjóni.