- Fyrirtæki
- Heimili
- Um Terra
Terra einingar eiga til sölu salernislausn frá Contimade sem hentar sérstaklega vel tjaldstæðum þar sem baðaðstaða er fyrir hendi. Einingin samanstendur af salerni fyrir fatlaða og einu ókynbundnu salerni þess utan. Einnig fylgir þvottaaðstaða utandyra með útdraganlegri slöngu til hreingerninga. Hreyfistýrð ljós eru yfir þvottaaðstöðunni og inngönguhurðum.
Í meðfylgjandi myndasafni gefur að líta mismunandi almenningssalernisútfærslur frá Danfo í Svíþjóð.
Leikskólinn Kvistaborg tók í notkun bráðabirgðahúsnæði seint á árinu 2021. Húsnæðið er samsett úr fimm 3x9 metra einingum frá Contimade í Tékklandi og hefur reynst vel.
Leikskólinn Ævintýraborgir opnaði fyrsta mars 2022. Hann er settur saman úr einingum frá Contimade í Tékklandi samkvæmt óskum Reykjavíkurborgar. Húsnæðið er allt mjög skemmtilegt með nýstárlegri gluggasetningu. Almenn ánægja hefur verið með þessa aðstöðu meðal foreldra barnanna.
Í framhaldi af uppsetningu vinnubúða sem settar voru upp fyrir byggingu nýs landsspítala settu Terra einingar einnig upp aðstöðu fyrir skrifstofur framkvæmdastjórnar verkefnisins. Húsnæðið er á tveimur hæðum og í það voru nýttar einingar frá Contimade í Tékklandi.
Garðabær hefur sett upp átta deilda smábarnaleikskóla við Vífilsstaði. Einingarnar sem koma frá Contimade í Tékklandi standast kröfur byggingareglugerðar og eru í alla staði mjög vandaðar. Hér í myndasafninu má sjá þrívíðar teikingar sem unnar voru af Stefáni Hallssyni hjá SS Ark fyrir Terra Einingar.
Árið 2020 setti Landakotsskóli upp eina skólastofu frá Contimade í Tékklandi. Hugur þeirra stendur til að bæta við salerni og annari stofu árið 2022. Sjá teikningu hér í myndasafni.
Í byrjun Covid faraldursins vantaði sárlega húsnæði til að nýta fyrir skimanir. Terra einingar útveguðu tvær einingar sem voru hannaðar að óskum Landsspítalans.
Vorið 2021 kom í ljós að það þurfti að loka Fossvogsskóla vegna myglu. Reykjavíkurborg vantaði húsnæði til bráðabirgða fyrir starfsemi skólans með litlum fyrirvara. Til mikillar lukku átti Contimade í Tékklandi tilbúnar einingar sem höfðu verið ætlaðar Covid spítala í Kólumbíu. Þær einingar voru fluttar til Íslands og þar sáu fagmenn Terra Eininga um að að breyta þeim í skólastofur. Þessari lausn var því hægt að ljúka hratt og örugglega og hefur hún vakið almenna ánægju.
Terra einingar hafa sett upp 105 fermetra byggingu fyrir Isavia. Þetta verður aðstaða Flugverk ehf. sem verður rekstraraðili flugskýlisins sem byggingin tengist. Byggingin er samsett úr fjórum Contimade einingum sem er 3 x 9 metrar hver og tengigangi sem er 2,44 x 6,05 metrar.
Nú er bygging nýs landsspítala komin af stað og Terra einingar settu upp vinnubúðir samsettar úr einingum frá Schafy í Slóvakíu. Meðfylgjandi myndir eru frá væntanlegu mötuneyti fyrir vinnuflokka á svæðinu. Þessar einingar frá Schafy eru með 100 milllimetra einangrun og lofthæðin inni er 2,5 metrar.
Norður á Hauganesi er rekin ferðaþjónusta tengd tjaldsvæðinu. Þar er að finna salernisaðstöðu fyrir fatlaða frá Danfo í Svíþjóð. Aðstaðan hefur verið klædd smekklega í takt við lítil ferðahús á svæðinu.
Eimskip setti upp kennslustofu við Sundahöfn úr einingum frá Contimade. Hún nýtist vel til kennslu og þjálfunar starfsfólks.
Hér gefur einnig að líta myndband með þrívíddar "konsept" teikningu af sambærilegri kennslustofu, samsettri úr húseiningum frá okkur:
Laugarnesskóli tók í notkun haustið 2020 tvær skólastofur sem eru samsettar úr einingum frá Contimade í Tékklandi ásamt tengigangi við skólastofur sem voru fyrir.
Fagverk er verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig einkum á þremur sviðum verktakavinnu, malbikun, malbiksfræsun og jarðvinnu fyrir malbikunarframkvæmdir. Aðstaða fyrirtækisins er á Esjumelum í Mosfellssveit og þar er húsnæði undir rannsóknarstofu og skrifstofur frá Contimade í Tékklandi.
Við Skarfabakka er bílaleigan Europcar með þjónustuhús frá Contimade fyrir farþega af skemmtiferðaskiptum.
Bílaverkstæði Hjalta á Akranesi er rómað fyrir góða þjónustu fyrir alls kyns vélknúin farartæki. Árið 2019 var sett upp viðbygging við verkstæðið úr Contimade einingum frá Terra. Í byggingunni er aðstaða fyrir starfsfólk ásamt skrifstofu fyrirtækisins.
Algaennovation Iceland rekur smáþörungaverksmiðju á Hellisheiði. Um er að ræða fyrsta verkefnið í Jarðhitagarði ON í Ölfusi, þar sem fyrirtækið nýtir rafmagn, heitt og kalt vatn og koltvísýring beint frá jarðvarmavirkjun ON á Hellisheiði. Skrifstofur fyrirtækisins ásamt rannsóknarstofu eru samsettar úr Contimade einingum frá Terra.
Í byrjun vors 2020 setti Reykjavíkurborg upp fyrsta salernishúsið frá Danfo í Svíþjóð. Þessi salerni eru mjög tæknilega fullkomin og fer mikið af þjónustunni fram frá sérstöku tæknirými. Húsið er upp við Esjurætur og fer þar einkar vel í landslaginu.
221 Hafnarfirði
Kt: 410283-0349
Sími: 535-2500
Neyðarnúmer: 660-2800