Jafnréttisáætlun Terra og dótturfélaga er byggð á jafnlaunastefnu fyrirtækisins sem samþykkt hefur verið af stjórn.

Tilgangur
Tilgangur jafnréttisáætlunar er tryggja jafna stöðu karla og kvenna innan fyrirtækisins, hvað varðar starfsöryggi, líðan á vinnustað, laun og önnur réttindi. Að öllum starfsmönnum sé tryggð sömu tækifæri til starfsþróunar og endurmenntunar og að bæði kyn eigi jafna möguleika á að starfa hjá fyrirtækinu.

Launajafnrétti
Tryggja skal að jafnhæfum starfsmönnum sé greidd sambærileg laun fyrir sömu störf og jafnverðmæt störf. Laun skulu ákvörðuð út frá hæfni, getu og menntun starfsmanns óháð kyni.

Laus störf, starfsþróun og endurmenntun núverandi starfsmanna
Leggja skal áherslu á það við gerð atvinnuauglýsinga að hvetja öll kyn til að sækja um starfið. Öll störf skulu vera opin óháð kynferði. Mat á umsækjendum byggist eingöngu á hæfni og getu viðkomandi umsækjanda.

Starfsmönnum óháð kyni skal gefið tækifæri á hverskonar starfsþjálfun og endurmenntun sem nýtist í starfi og starfsfólk hvatt til að sækja um þau störf sem auglýst eru laus til umsóknar.

Samræming atvinnu- og fjölskyldulífs
Starfsfólki skal gefið tækifæri á að samræma fjölskyldulíf og starfsskyldur sínar eins og kostur er. Starfsmönnum skal gefin sveigjanleiki í starfi ef unnt er, í samráði við yfirmann. Ef upp koma þannig atvik að sveigjanleiki í starfi sé nauðsynlegur skal það skoðað í samráði við yfirmann.

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni
Kynferðislegt áreiti, kynbundið ofbeldi og áreitni, né einelti verður liðið. Tekið verður á öllum atvikum sem starfsmenn verða vísir að, tilkynntum eða ekki. Yfirmenn á hverjum stað skulu gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk og viðskiptavinir verði fyrir slíkum atburðum. Yfirmenn skulu gera ráðstafanir eins og þörf er á til að uppræta slíka hegðun ef slíkt atvik kemur upp. Berist kæra á hendur yfirmanni skal hann ekki taka neinar ákvarðanir varðandi starfsskilyrði kæranda heldur hans næsti yfirmaður.