Við hendum ekki rafeindabúnaði

Efnamóttakan hf. tekur á móti, safnar saman og meðhöndlar rafeindabúnað sem fellur til á heimilum og hjá fyrirtækum.

Þessum búnaði er ekki lengur „bara hent“ heldur meðhöndlaður sérstaklega.

Efni sem eru hættuleg umhverfinu eru sérflokkuð og meðhöndluð sem slík og allir endurvinnanlegir hlutir eru flokkaðir sér og sendir í endurnýtingu.

Sérmenntað starfsfólk gengur úr skugga um að öll efni sem skaðleg eru umhverfinu séu fjarlægð með réttum hætti.