- Fyrirtæki
- Heimili
- Vörulisti
- Um Terra umhverfisþjónustu
Terra Norðurland sér um sorphirðu í Dalvíkurbyggð. Tvær tunnur eru undir heimilissorp, svört tunna fyrir óflokkað sorp og græn fyrir flokkað endurvinnanlegt sorp. Í svörtu tunnunni er 30 lítra, brúnleitt innlegg sem er undir lífrænan úrgang og í grænu tunnunni er stærra svart innlegg fyrir hluta af endurvinnanlega efninu. Svarta tunnan er losuð á tveggja vikna fresti en græna tunnan mánaðarlega.
1. janúar 2019 hefst notkun klippikorta á móttökustöðinni við Sandskeið.
Allir greiðendur sorphirðugjalda fyrir heimili og sumarbústaði geta nálgast klippikort í þjónustuveri sveitarfélagsins. Með sorphirðugjöldunum fylgir eitt klippikort á ári hverri fasteign. Ef kortið klárast er hægt að kaupa nýtt kort á kr. 8.500,-
Rekstraraðilar geta keypt klippikort í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar á kr. 29.200,- sem inniheldur 16 klipp fyrir 0,25m3 í allt 4m3.
Einungis er tekið klipp af förmum sem eru gjaldskyldir.