11. október var skipað út 870 tonnum af járni sem mun fara til Hollands.

Fyrirtækið hringrás sér um vinnuna við járnið.

Þetta er járn af öllu Ísafjarðarsvæðinu og Vesturbyggðarsvæðinu auk Tálknafjarðar.

Skipið kom frá Grundartanga og mun halda til Reykjavíkur þar sem það fyllir sig.

Verkið gekk vel fyrir sig Járnapressan kom 6 sept.og hafist var handa við að klippa og pressa

10 sept. tveir menn unnu á vöktum í hálfan mánuð við að pressa og klipp járnið í réttar stærðir.

Það léttir mikið á vegakerfinu að geta flutt allt þetta járn sjóleiðina.

Síðast kom skip sem tók járn í nóvember 2016.  Þannig að það hafa safnast 435 tonn á ári.