Fyrir um mánuði síðan buðu forsvarsmenn Snæfellsbæjar íbúum að sækja sér gjaldfrjálst teygjur á grenndarstöð Ólafsvíkur. Teygjurnar festast á lokin á sorptunnum til að tryggja að þær haldist lokaðar þegar illa viðrar á svæðinu.  

Það er skemmst frá því að segja að viðtökurnar voru prýðilegar og hafa nú um 300 teygjur verið afhentar íbúum.   Þetta mun án efa skila þeim árangri að sorpfok mun minnka á Snæfellsnesi.