Mikil vitundavakning um umhverfisvernd hefur orðið í samfélaginu okkar síðustu ár og eru flestir orðnir meðvitaðir um að fara vel með jörðina okkar. Einn mikilvægur þáttur í því er að flokka heimilisúrganginn okkar svo hægt sé að endurvinna hann sem mest. Í daglegri neyslu fellur til mikið af úrgangi sem í flestum tilfellum mengar jörðina okkar á einn eða annan hátt. Við getum minnkað þessa mengun svo um munar með því að bæði hugsa vel út í neyslumynstur okkar og með því að flokka endurvinnsluefnin sérstaklega og koma þeim í endurvinnsluferli. Blaðamaður Skessuhorns kíkti við á skrifstofu Gámaþjónustu Vesturlands á Akranesi og ræddi við þær Lilju Þorsteinsdóttur rekstrarstjóra og Líf Lárusdóttur markaðsstjóra Gámaþjónustunnar hf. um mikilvægi endurvinnslu og hvað verður um endurvinnsluefnin.  Frétt og mynd skessuhorn.is 10.12.2018 sjá nánar hér.