Terra umhverfisþjónusta á Vesturlandi tók við sorphirðu á Akranesi og sorpmóttökustöð Gámu á Höfðaseli þann 1.september síðastliðinn. Að sögn Lilju Þorsteinsdóttur rekstrarstjóra Terra umhverfisþjónustu á Vesturlandi hefur gengið mjög vel að sinna þjónustunni. „Við erum svo heppin að hafa á að skipa frábæran hóp af starfsfólki og okkur hefur verið tekið mjög vel af íbúum Akraness. Fólk er ánægt með bætta þjónustu en við hirðum endurvinnanlegt efni á tveggja vikna fresti í stað mánaðarlega eins og áður var. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um hvort verið sé að blanda endurvinnslu og almennum úrgangi saman í bílinn hjá okkur en það er misskilningur sem okkur er mikið í mun að leiðrétta. Þjónustunni er sinnt á tvískiptum bíl sem þýðir að viðkomu á hvern stað fækkar þar sem báðar tunnurnar eru teknar í einu, í sitthvort hólfið en það þýðir að sjálfsögðu umhverfisvænan ávinning í minnkun á útblæstri og hagkvæmni í söfnun."
Frétt og mynd af Akranes.is 4.10.2017 (sjá nánar hér).